Sustainability Initiatives

Hugmyndafræði sjálfbærniverkefnanna

Tilgangur

  • Að styðja þá stefnu Alcoa og Landsvirkjunar að hafa hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar að leiðarljósi og taka tillit til umhverfis, efnahags og félagslegra þátta.
  • Að þróa vegvísi sem hjálpar fyrirtækjum að fylgja eftir stefnumiðum sínum um sjálfbærni og sjálfbæra þróun á byggingar- og rekstrartíma álvers og virkjunar.

  • Að þróa tölulega vísa sem hægt er að nota til að fylgjast með árangri Alcoa og Landsvirkjunar við að ná fram stefnumiðum sínum um sjálfbærni við framkvæmdirnar á Austur- og Norðurlandi

Verklag/Áfangar

Alcoa og Landsvirkjun hafa þróað verklag til að meta áhrif framkvæmda á sjálfbæra þróun á Austurlandi og Norðurlandi. Verkefnin eru framkvæmd í fjórum áföngum og hægt er að skoða verklagið við Austurlandsverkefnið í myndrænni framsetningu hér. Stefnumótun Landsvirkjunar og Alcoa varðandi umhverfi, samfélag og efnahagsþróun er órjúfanlegur hluti af þessu verklagi, sem og samráð við hagsmunaaðila í öllum áföngum verkefnisins.

Fyrsti áfangi

Samhengi og áhrif: Í þessum áfanga er grunnur verkefnisins lagður með því að skilgreina stefnumið, virkja hagsmunaaðila til samstarfs og greina helstu málefni, bæði þau sem fela í sér tækifæri og áhættu. Starf stýrihóps og samráðshóps hefst hér.

Annar áfangi

Vísar og grunnástand: Þessi áfangi felur í sér þróun tölulegra vísa og mælikvarða og mat á því hvernig virkjanir og álver gætu haft áhrif á þessa vísa. Tiltækum upplýsingum um grunnástand er safnað saman og nýrra gagna aflað. Þátttakendur í samráðshópi fá drög að niðurstöðum til umsagnar og haldinn er stýrihópsfundur þar sem fyrirliggjandi efni er yfirfarið. Nánari útlistun á þróun vísa og mælieininga er unnin í þessum áfanga.

Þriðji áfangi

Framkvæmdaáætlun: Í þessum áfanga eru skilgreind hlutverk þeirra sem bera ábyrgð á framkvæmd einstakra verkþátta skilgreint. Rætt er við aðila sem geta gefið upplýsingar um þá vísa þar sem áhrif framkvæmda eru óbein eða afleidd. Þá eru sett markmið eða viðmið fyrir hvern vísi, vöktun skipulögð og framkvæmdaáætlun samin. Samráðsfundur er svo haldinn til þess að rýna drög að markmiðum og framkvæmdaáætlun.

Fjórði áfangi

Framkvæmd: Í upphafi 4. áfanga er vöktunarkerfi komið á og byrjað að skrá upplýsingar um mælingar. Þá er unnið að frekari öflun upplýsinga um grunnástand en sú vinna getur verið mjög tímafrek. Vísar og mælikvarðar eru  grannskoðaðir til þess að kanna hvort þeir uppfylli þarfir ef grunnforsendur hafa breyst og einnig hvort mælikvarðar séu réttir fyrir það sem á að mæla. Ef þörf krefur, eru breytingar gerðar á mælikvörðum og vísum eða þeir felldir niður.